30.07.2020
KA 1 – 3 ÍBV
0-1 Sito (‘8 )
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’20 )
1-2 Víðir Þorvarðarson (’98 ) 1-3 Gary Martin (´121)
ÍBV strákarnir fóru til Akureyrar og mætti þar KA, sem hafði ekki tapað leik og ekki fengið á sig mark frá því að Arnar Grétarsson tók við liðinu fyrr í mánuðinum.
Á áttundu mínútu skoraði Sito og ÍBV komið 1 – 0 yfir en KA jafnaði svo á 20. mínútu þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði beint úr hornspyrnu.
Þetta var hörkuleikur og staðan var jöfn í hálfleik. Þannig var hún líka eftir 90 plús mínútur og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru ÍBV strákarnir sterkari og skoraði Víðir Þorvarðarson á 98. mínútu. Undir lokin skoraði Gary Martin þriðja mark ÍBV sem reyndist sigurmarkið í leiknum.
Það fóru fram sjö leikir í kvöld og voru þeir allir leiknir án áhorfenda eftir að reglur varðandi Covid-19 á Íslandi voru hertar. Öllum leikjum í meistaraflokki og 2. flokki, eftir kvöldið í kvöld, hefur verið frestað til 5. ágúst að minnsta kosti.
FH tryggði sér einnig sæti í 8 liða úrslitum eftir sigur á ÞÓR 3-1.