Karlalið ÍBV tóku á móti Aftureldingu í Lengjudeild karla í gær á Hásteinsvelli. Leikurinn endaði með sigri ÍBV 1-0. Það var Tómas Bent sem skoraði með skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Sito.
ÍBV er eina taplausa lið Lengjudeildarinnar og lyfta sér upp um eitt sæti og fara í 2.sæti deildarinnar eftir úrslit gærkvöldsins. Afturelding er hinsvegar áfram í 7.sæti deildarinnar eins og þeir voru fyrir leikinn.
Tómas Bent.