22.02.2020
Sigur á Stjörnunni
ÍBV vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum í dag.
Guðjón skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍBV en Stjarnan jafnaði strax á eftir. Sigurmarkið gerði svo Víðir Þorvarðar og góður sigur raunin.
Til gamans má geta að Stjarnan tefldi fram mjög sterku liði.
Greint er frá þessu inn á facebooksíðu Knattspyrna ÍBV
Það verður gaman að fylgjast með þessu öfluga liði ÍBV í sumar.
Til hamingju með sigurinn, áfram ÍBV