ÍBV mætir Val í úrslitaleik í dag kl. 12:00

ÍBV tryggði sér úrslitaleik í 4. flokk kvenna nú á miðvikudaginn síðasta eftir góðan sigur á sterku liði HK í undanúrslitum hér í Eyjum. Stelpurnar unnu góðan 31-26 sigur eftir að staðan í hálfleik var 15-11. ÍBV komst mest í 7 mörkum yfir en lokatölur 31-26. Frábær stemming var á leiknum en um 200 manns voru í stúkunni. Liðin sem lentu í fyrsta og öðru sæti í deildinni munu því mætast.
Bikarmeistarar ÍBV munu mæta deildarmeisturum Vals í Kórnum í dag, sunnudag 19. maí klukkan 12.00. Við hvetjum alla til þess að mæta og styðja stelpunar okkar. Einnig verður leikurinn sýndur í handboltapassanum.

 

Yngri flokkar | Úrslitadagur yngri flokka 19. maí

Sunnudaginn 19. maí fara fram úrslitaleikir yngri flokka í Kórnum. Hér leiða saman hesta sína landsliðsmenn- og konur framtíðarinnar og má ganga að góðri skemmtun vísri.

Unglingaráð handknattleiksdeildar HK hefur veg og vanda að mótahaldi í ár og verður hvergi slegið slöku við.

Leikjaplan dagsins er eftirfarandi:

Sun 19. maí 2024 12:00 4.fl. kvenna Valur – ÍBV

Sun 19. maí 2024 13:30 4.fl. karla Valur – FH

Sun 19. maí 2024 15:00 3.fl. karla Haukar – Afturelding

Sun 19. maí 2024 17:00 3.fl. kvenna Valur – Fram

Leikirnir verða allir sýndir í beinni útsendingu á Handboltapassanum.

Athygli er vakin á því að verðlaunaafhending fyrir hvern flokk fyrir sig fer fram strax eftir leik. Veitt eru verðlaun fyrir besta leikmanninn, auk silfur og gullverðlauna. Sigurliðið fær bikar til eignar.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search