ÍBV mætir Selfossi í undanúrslitum bikarsins í dag

Í dag markar upphaf mikillar handboltaveisla þegar bikarúrslitavikan í handboltanum hefst, eða Final 4, eins og það er stundum kallað.

Meistaraflokkur ÍBV kvenna á sæti í undanúrslitunum og mætir Selfossi í Laugardalshöll kl.20:15.

„Við viljum hvetja Eyjamenn til að fjölmenna. Það er mögulegt er að fara með 17:00 ferðinni frá Eyjum, rúlla beint á leikinn og komast svo heim með 00:00 ferð Herjólfs, en þau breyttu áætlun til að gera fólki þetta kleift!“ segir í tilkynningu frá ÍBV

Búið er að opna fyrir skráningu í rútuferð og fer hún fram hér: https://forms.office.com/e/3dRZYWdcyL

Þá hefur einnig verið gefin út rafrænn leikskrá sem nálgast má hér: https://issuu.com/ibvsport/docs/final_4_leikskra_ibv_2023

Það er um að gera að fjölmenna í Laugardalshöllina og styðja okkar stelpur til dáða.
Úrslitaleikurinn fer svo fram á laugardag kl.13:30.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is