06.02.2020
ÍBV mætir FH í 8 liða úrslitum í Coca-Cola bikarnum kl 18:30 í dag.
Ert þú búin/n að tryggja þér miða í forsölu?
Hún fer fram í Tvistunum og Íþróttamiðstöðinni og það er um að gera að kaupa miða til þess að minnka biðraðir og troðning í miðasölu.
Leikurinn verður einnig í beinni útsendingu á YouTube rás okkar, ÍBV TV!
Það er mikið undir, en sigurvegarinn tryggir sér sæti í Final 4 helginni í Laugardalshöll.
Það er því ótrúlega mikilvægt að fólk mæti í húsið, láti vel í sér heyra og hvetji peyjana okkar til sigurs.
Áfram ÍBV
Alltaf, alls staðar!