26.06.2020
Það var hörku stemning á Hásteinsvelli í gær þegar FC Ísland kom og ætlaði sér stóra hluti á móti ÍBV en auðvitað tók ÍBV vel á móti gömlu kempunum og tóku þá í nefið en leikurinn endaði 7 – 4
Kempuliðið FC Ísland var að spila sinn fyrsta leik í Vestmannaeyjum af nokkrum en verkefnið er partur af þáttaröð um íslenska knattspyrnu verður sýnd á Stöð 2 í sumar og hefur hún fengið nafnið Framlengingin.
FC Ísland mun í samstarfi við Ufsaskalla vinna að góðgerðarsöfnun fyrir stuðningsfélag krabbameinssjúklinga í Vestmannaeyjum. Ufsaskalli ætlar að gefa 500 þúsund krónur í tengslum við þáttinn.