ÍBV-íþróttafélag hækkar æfingagjöld fyrir árið 2022

ÍBV-íþróttafélag hækkar æfingagjöld fyrir árið 2022, en þau hafa verið óbreytt síðastliðin tvö ár. Á þeim tíma hefur verðlagsvísitala neysluverðs hækkað um rúm 10%. Það sem verra er, þá hefur ÍBV ekki mátt halda Þjóðhátíð undanfarin tvö ár, en hátíðin hefur verið helsta ástæða þess að félagið hefur getað stillt gjöldum í hóf.

Stjórnvöld ætluðu að greiða skaðabætur

Félagið fékk engar bætur vegna Þjóðhátíðar 2020 og einungis 6 dögum fyrir Þjóðhátíð 2021 voru samkomutakmarkanir boðaðar að nýju, þrátt fyrir fögur loforð í undirbúning hátíðarinnar að svo myndi ekki verða. En réttri viku fyrir hátíðina höfðu 76 greinst með COVID-19 á Íslandi.
Enn sem komið er hefur félagið ekki fengið neina staðfestingu frá stjórnvöldum hverjar bætur félagsins verða, en í samantekt félagsins til stjórnvalda kemur skýrt fram að það fjárhagslega tjón sem félagið hefur orðið fyrir hleypur á hundruðum milljóna.

Nauðsynlegt er fyrir félagið að hækka æfingagjöld á þessum tímum, undanfarin tvö ár hefur félagið verið rekið á skammtímaskuldum við miðahafa á Þjóðhátíð. Það er því ljóst að þegar sú hátíð verður haldin verður lítið afgangs, en vonandi verður hún haldin sem allra fyrst.

Þær hækkanir sem nú eiga sér stað hefðu með réttu þurft að vera meiri, en ákveðið er að taka hana í tveimur skrefum. Æfingagjöld standa einungis undir fjórðungi þess kostnaðar sem fellur til vegna yngri flokkastarfs og því eru það fyrst og fremst mótin og styrktarsamningar sem hafa gert okkur fært að halda þetta út, ásamt dósagám, félagsgjöldum og öðrum velvilja bæjarbúa til félagsins.

Fyrir hönd aðalstjórnar
ÁFRAM ÍBV

Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search