Strákarnir í meistaraflokki er komnir áfram í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar í handbolta eftir sigur á Haukum í kvöld 34-27. Markahæstir í liði ÍBV voru Ásgeir Snær Viðarson og Arnór Viðarsson með fimm mörk hvor. ÍBV sigrar þannig einvígið með þremur sigrum gegn einum.
Í úrslitaeinvíginu mætir ÍBV svo deildarmeisturum Vals sem sópuðu burt Selfyssingum með 3-0 sigri í hinu einvígi undanúrslitina.
Fyrsti leikur liðanna fer fram í Origo-höllinni á fimmtudaginn 19. maí næstkomandi kl. 19.30.