ÍBV og Haukar mættust í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í handknattleik í Laugardalshöllinni klukkan 18 í kvöld sem lauk með sigri ÍBV, 27-26. ÍBV var þremur mörkum yfir í hálfleik en staðan var þá 14 – 11. Stórskemmtilegur, hörkuspennandi og mikill baráttuleikur.
Mun fleiri stuðningsmenn fylgdu ÍBV heldur en Haukum og var mikil stemning í hópnum.
ÍBV og Haukar gerðu jafntefli, 28:28, á Ásvöllum í október í fyrri leik sínum í deildinni í vetur en ÍBV vann heimaleik sinn á sannfærandi hátt í febrúar, 36:28.
Bikarúrslitaleikurinn verður spilaður laugardaginn 7. mars kl. 16:00 í Laugardalshöllinni sem verður annað hvort á móti Stjörnunni eða Aftureldingu en þessi liði spila undanúrslitaleik kl. 20:30 í kvöld.
Tígull þakkar fyrir aðsendar myndir.