ÍBV heimsækir Fram í Safamýrina á morgun

13.08.2020

Boltinn byrjar loksins aftur að rúlla!

ÍBV leggur leið sína í Safamýri á morgun og mætir þar Fram og má búast við spennandi leik!

Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni en visir.is greinir frá þessu í dag.

Það var skilningur íþróttahreyfingarinnar, meðal annars íþrótta- og ólympíusambands Íslands, að eftir auglýsingu heilbrigðisráðherra í vikunni yrðu áhorfendur leyfðir frá og með morgundeginum, í hundrað manna hólfum. Þá hefjast aftur íþróttir með snertingu. Á þessu byggði frétt Vísis fyrir hádegi og voru félög farin að undirbúa komu áhorfenda á leiki í Pepsi Max-deildunum í fótbolta um helgina, út frá upplýsingum sem þau fengu í morgun.

Í hádeginu fundaði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, með ÍSÍ og sérsamböndum og þar kom fram að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum á næstunni. Misskilningurinn var þar með leiðréttur. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, staðfesti þetta við Vísi. Víðir mun skýra málið betur á fundi almannavarna í dag.

Líney sagði ekki ljóst hve lengi áhorfendabannið myndi gilda og að sú ákvörðun gæti verið endurskoðuð að viku liðinni.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is