Karlalið ÍBV fá Hauka í heimsókn í dag, þriðjudag, í leik fjögur í undanúrslitum Íslandsmótsins.
Leikurinn hefst kl.18:00 en ÍBV leiðir 2-1 eftir fyrstu þrjá leikina. Með sigri geta þeir tryggt sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins.
Miðasala hafin á miðasöluappinu Stubbur.
Fyllum húsið af hvítum treyjum, myndum hina einu sönnu Eyjastemningu og hvetjum strákana til sigurs.