20.05.2020
Bryggjudagur ÍBV handbolta verður haldinn á fimmtudaginn 21. maí kl. 11:00 – 14:00
Herlegheitin verða á Skipasandi
• Fiskmarkaður með fjölbreyttu úrvali fisktegunda. Þorskur, ýsa, skötuselur svo eitthvað sé nefnt.
• Kaffisala. Til sölu verður kaffi og gosdrykkir, vöfflur og annað gotterí með kaffinu. Sælgæti og safar fyrir krakkana.
• Sölubás þar sem hægt verður að sjá og panta 91’ treyjurnar frægu.
• Hoppukastali fyrir börnin á staðnum.
Við munum passa upp á að fjöldatakmarkanir verði
virtar, spritt við höndina og 2 metra reglan
höfð í öndvegi.
Mætum og gerum okkur glaðan dag saman og
styrkjum gott málefni í leiðinni.
Áfram ÍBV
Alltaf, alls staðar!
