ÍBV tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum A-deildar Lengjubikarsins í knattspyrnu eftir góðan sigur á Breiðablik á Kópavogsvelli 2-3. Mörk ÍBV skoruðu Alex Greyr Hilmarsson(’38, 1-1), Halldór Jón Sigurður Þórðarson (’48, 1-2) og Bjarki Björn Gunnarsson (’93, 2-3).
ÍBV sigraði því alla fjóra leiki sína í riðlinum.
ÍBV mætir KA í undanúrslitum næstkomandi laugardag kl. 14.00 á meðan Valur og Víkingur mætast í hinum undanúrslitaleiknum.