ÍBV vann öruggan sigur á Panorama í annað skiptið á tveimur dögum í dag er liðið komst áfram í 16-liða úrslit Evrópubikars EHF.
Lokastaðan 29:24 í dag en samtals lauk einvíginu 55:44, ÍBV í vil.
Marija Jovanovic var markahæst í liði ÍBV með átta mörk en þær Lina Cardell og Harpa Valey Gylfadóttir skoruðu sex hvor. Harpa var markahæst í einvíginu með 14 mörk.
Forsíðumynd er frá facebooksíðu ÍBV handbolti.