Íbúar ekki rukkaðir fyrr en íbúagjaldskrá tekur gildi – uppfært

Mikil umræða hefur verið um himinháa gjaldskrá er íbúar henda rusli í sorpu. Einhver mistök virðist vera þarna á ferðinni þar sem sú gjaldskrá sem miðað hefur verið á eingöngu að gild fyrir fyrirtæki ekki íbúa. Vestmannaeyjabær hefur ekki verið með sérstaka íbúagjaldskrá enda hafa íbúar ekki greitt fyrir að henda sorpi á móttökustöð en nú þarf að breyta því eins og áður hefur komið fram.

Á næsta fundi framkvæmda- og hafnarráðs verður lögð fram íbúagjaldskrá. Íbúar hafa ekki verið rukkaðir og verða ekki rukkaðir fyrr en íbúagjaldskrá tekur gildi. Íbúagjaldskrá mun endurspegla raunkostnað við að flytja sorp á förgunarstað og að förgun þess eins og lög gera ráð fyrir. Þessar breytingar á gjaldtöku og umgjörð tengdu sorpinu hafa tekið lengri tíma en áætlað var. Á næstu mánuðum verður boðinn út rekstur á sorphirðu og sorpförgun. Þegar nýr rekstarasamningur liggur fyrir verður gjaldskráin tekin upp og samræmd nýjum verðum frá rekstraraðila.

„Framsetningin á gjaldskráinni hefði mátt vera skýrari og hefði verið hægt að koma í veg fyrir þær áhyggjur sem íbúar eðlilega hafa að þeirri gjaldskrá sem birt er á vef Vestmannaeyjabæjar,“ segir í tilkynningu á veg Vestmannaeyjabæjar.

Uppfært: Eftir ábendingu frá lesanda fannst okkur rétt að leiðrétta orðalag fréttarinnar. Áður töluðum við um misskilning sem er ekki rétt orðalag því svo sannarlega var Kubbur farinn að kynna umrædda verðskrá fyrir íbúum sem hugðust farga sorpi. Vestmannaeyjabær virðist hinsvegar hafa gripið inní eftir umfjöllun Eyjar.net enda gjaldskráin langt frá því að vera í takt við önnur sveitarfélög

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search