Þriðjudagur 27. september 2022

IAN JEFFS TEKUR VIÐ MEISTARAFLOKKI KVENNA – BIRKIR AÐSTOÐAR

Í dag skrifaði Ian David Jeffs undir samning við ÍBV sem felur í sér að hann tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu út yfirstandandi tímabil. Ásamt því að vera aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins.

Það er mikill fengur fyrir félagið að hafa mann með stórt ÍBV-hjarta líkt og Ian og þökkum við knattspyrnuráði karla, Helga Sig og Ian fyrir gott samstarf að lausn málsins.

Með Ian mun Birkir Hlynsson koma aftur inn sem aðstoðarþjálfari liðsins og væntum við góðs samstarfs þeirra á milli. Þeir munu mæta galvaskir í næsta leik.

Fyrir hönd knattspyrnuráðs kvenna, Sigurður O. Friðriksson.

ÁFRAM ÍBV

 

Frétt tekin af ibvsport.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is