Föstudagur 23. febrúar 2024

Í upphafi skyldi endinn skoða!

Í upphafi skyldi endinn skoða! Segir Ragn­ar Freyr Ingvars­son, sér­fræðing­ur í lyf- og gigt­ar­lækn­ing­um og
fyrr­ver­andi yf­ir­maður Covid-göngu­deild­ar Land­spíta­lands, í byrjun facebookfærslu hann velt­ir upp þeirri spurn­ingu hvort það sé nauðsyn­legt að halda áfram að fram­kvæma jafn mörg PCR-próf og hef­ur verið gert.
Fátt hefur reynst erfiðara í þessum faraldri en einmitt það – en hann telur að það sé óhætt að fullyrða að COVID-19 hefur breyst.
Omikron sé vægara afbrigði sem smitast eins og engin sé morgundagurinn. Fáir leggjast inn sem hlutfall af smituðum. Fáir lenda á gjörgæslu.

Kostnaðurinn á bilinu 50-100 millijónir á dag

Hann veltir fyrir sér hvernig við ætlum að halda áfram? Er vit í því að framkvæma öll þessi PCR próf? Á að mestu leyti frísku fólki sem hefur litla áhættu á því að veikjast alvarlega, leggjast inn á sjúkrahús eða lenda á gjörgæslu?
Þau eru ekki ókeypis. Ætli kostnaðurinn sé ekki á bilinu 50-100 milljónir á dag.
Væri meiri vit að beina þessu fjármagni inn á spítalann – byggja hann upp til að takast á við þessi veikindi. Prófa bara þá sem eru í áhættuhópum? Vakta þá sem eru í áhættu sérstaklega?
Þurfum við að endurhugsa nálgun okkar?
Horfa lengra fram á veginn? Segir Ragnar að lokum.

Hér er hægt að lesa færslu hans frá facebook.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search