Já þið eruð að lesa rétt ungt íslenskt par er í tíu daga tjaldútilegu um Suðurlandið
Valdimar og Kristrún heitir parið en þau hófu ferðalagið á mánudaginn síðasta, komu við hjá Seljalandsfossi fyrstu nóttina en það var reyndar vegna þess að þau misstu af síðustu ferð Herjólfs.
Þau stefna svo á að fara í Skaftafell í kvöld en það gæti breyst vegna slæmrar vindspár. Þannig þetta er vissulega óvissuferð sem parið er í því þetta ræðst mikið til út frá veðri.
Þau hafa notið sín í ræmur í Herjólfsdal enda með dalinn útaf fyrir sig. En þau voru á leiðinni nú eftir spjallið upp á Dalfjall og svo í dásamlegu sundlaug Vestmannaeyja.