Þriðjudagur 25. júní 2024
bærinn

Í júní eru 75 einstaklingar í Vestmannaeyjum skráðir atvinnulausir

Atvinnuleysi

Vestmannaeyjabær hefur fylgst grannt með þróun atvinnuleysis frá því Covid skall á í mars 2020. Heldur tók að draga úr atvinnuleysi þegar líða fór á vorið 2021. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru 117 skráðir atvinnulausir í mars, en í júní eru 75 einstaklingar í Vestmannaeyjum skráðir atvinnulausir.

Sumarstörf

Ráðnir voru starfsmenn í 12 svokölluð námssmannastörf fyrir sumarið 2021. Í fyrra auglýsti Vestmannaeyjabær mun færri sumarstörf, svo ekki er hægt að bera það eftirspurn eða fjölda námssstarfa. Vestmannaeyjabær auglýsti fjögur störf sumarið 2020 og ráðið var í þau öll. Á þessu ári gefst öllum námsmönnum 18 ára og eldri námsmannastörf, en í fyrra var eingöngu um að ræða háskólastörf.

Hvað varður hefðbundin sumarstörf og sumarafleysingar þá voru 95 einstaklingar ráðnir til starfa sumarið 2020. Í ár voru ráðnir alls 61.

Í umhverfisstörfum voru 65 einstaklingar ráðnir árið 2020, en í ár eru 30 einstaklingar í þeim störfum og alls bárust 102 umsóknir um störf í Vinnuskólanum árið 2020, en 91 umsókn á þessu ári.

Niðurstaða

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar um stöðu atvinnuleysis og sumarstörf í Vestmannaeyjum og fagnar margvíslegum atvinnuúrræðum félagsmálaráðherra.

Forsíðumynd: Halldór B. H.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search