Jói Listó

Í gegnum ljósopið mitt: Katarzyna, Svabbi Steingríms og Jói Listó í Einarsstofu

Nú er komið að tólftu sýningunni í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Þau þrjú sem sýna að þessu sinni eru Katarzyna Żukow-Tapioles, Jói Listó og Svavar Steingrímsson. 

Katarzyna, sem er frá Póllandi hefur búið hér síðan í mars sl. og verður gaman að sjá hennar sjónarhorn á Vestmannaeyjar og lífið hér. Hún kom hingað frá Spáni í leit að betra lífi og varð ekki fyrir vonbrigðum.

Jói, sem þekktur er fyrir listaverk sín sýnir á sér nýja hlið. Hann hefur ekki verið að flagga ljósmyndum sem hann hefur tekið en þær spanna áratugi. Svabbi kom mörgum á óvart í sumar þegar hann sló upp ljósmyndasýningu í Svölukoti á Goslokahátíðinni í sumar. Vakti hún mikla athygli enda áhrifamiklar myndir sem segja sögu mikilla átaka.

Sýning bræðranna Heiðars og Egils Egilssona á laugardaginn síðasta var bæði vel sótt og heppnaðist vel. Ekki er ástæða til annars en að margir leggi leið sína í Einarsstofu á laugardaginn því sýningarnar eru orðnar fastur liður hjá fólki sem finnst góð tilbreyting að sjá fallegar myndir, sýna sig og sjá aðra.


Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is