Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs opnaði í dag aftur náttúrugripasafnið. Hörður Baldvinsson safnstjóri fór yfir sýninguna sem er í nýjum sal. Nýji salurinn er staðsettur þar sem fiskabúrin góðu voru áður. Hörður og hans fólk hafa unnið hörðum höndum að þessu verkefni og sást það vel í dag. Kristján Egilsson fyrrverandi safnstjóri talaði einnig við opnunina, hann og kona hans Ágústa Friðriksdóttir hafa lagt á sig mikla sjálfboðavinnu til þessa að opna megi safnið aftur. Safnið hefur menningarlegt – og tilfinningalegt gildi og það skiptir máli að hafa munina aðgengilega og til sýnis. Segir Íris Róbertsdóttir bæjarsjóri.
Sunnudagur 3. desember 2023