Í dag var afhjúpuð ný örnefnamynd

24.04.2020

Pétur Steingrímsson og félagar afhjúpuðu nýja mynd með örnefnum á Miðklett og Ystaklett. Pétur hélt ræðu um ferlið sem við fengum að birta hér með leyfi frá honum og við bættum við nokkrum millifyrirsögnum.

Ég tek fram að ég er ekki sérfræðingur í örnefnum þó svo að ég hafi haft frumkvæði að því að safna þeim saman á myndirnar. Ég var með hóp sérfræðinga á mínum snærum í þessu, sérfræðinga sem eru svo flottir hver á sínu sviði.

Í fyrstu voru þessar gönguferðir keppni við tímann

Allt byrjaði þetta fyrir nokkrum árum með gönguferðum á Heimaklett. Í fyrstu voru þessar gönguferðir keppni við tímann, hvað ég var fljótur að heiman, upp Heimaklett og svo aftur heim án þess að sjá nokkrun skapaðan hlut í þessu fallega umhverfi sem Heimaklettur hefur upp á að bjóða. Í þessum ferðum mínum sá ég samt að það voru fleiri en ég sem voru þarna reglulega á ferð og þar á meðal Svavar Seingrímsson sem er sérstaklega fróður um sögu Eyjanna. 

Upplifði umhverfið í nýju ljósi

Þegar ég fór svo að ganga með Svavari á Heimaklett þá fór ég að upplifa ferðirnar allt öðruvísi en ég gerði og sá allt umhverfnið í nýju ljósi. Nú var komið nafn á nánast hvern hól, hverja lægð, hvert gil og hverja þúfu og sumum nöfnunum fylgdi skemmtileg saga, síðar í einni göngunni okkar kom sú hugmynd upp að gaman væri að setja örnefnin í Heimaklett á mynd öðru göngufólki til ánægju og fróðleiks.

Framkvæmdu hugmyndina strax

Við vorum ekkert að gapa með þá hugmynd lengi heldur hrintum henni í framkvæmt og fengum nokkra góða menn með okkur til að velja örnefnin og setja þau rétt niður. Í þeim hópi voru auk okkar þeir, Hávarður Sigurðsson, Már Jónsson, Ólafur Týr og einhverjir fleiri auk Óskar Ólafssonar prentara sem vann svo tölvuvinnuna fyrir okkur en það er mikil og vandasöm vinna. Síðar kom inn í hópinn Gunnlaugur Grettisson sem þá var formaður Umhverfis- og Skipurlagsráðs Vestmannaeyjabæjar. Gulli var eins og við fullur af áhuga um þetta og var sko betri en enginn, sá um að við fengum styrk til að framkvæma þetta. Fyrstu Örnefnamyndirnar má svo sjá á Eiðinu og á bílastæðinu á Nýjahrauni vestan við Sorpu, vonandi verða þær svo fleiri. 

Var hvattur til að halda áfram með örnefnasöfnunina

Síðar í spjalli okkar Svavars hvatti hann mig til að halda áfram með þessa örnefnasöfnun og setja á myndir. Benti hann mér á að það væri nánast ómögulegt að staðsetja mörg örnefnin á Heimaey eftir þeim örnefnaskrám sem til væru  og í dag væru ekki margir sem þekktu staðsetningu þeirra. 

Hávarður Sigurðsson er mikill fræðimaður um sögu Vestmannaeyja

Var mér benti á að tala við Hávarð Sigurðsson sem er mikill fræðimaður um sögu Vestmannaeyja og þekkir hér nánast hvern hól og hverja þúfu. Væi var til í slagiinn og við fundum okkur tíma, já marga tíma sátum við saman við borðstofuforðið heima hjá honum yfir myndum og setti ég örnefnin inn á þær eftir hans ábendingum. 

Hávarður vildi hafa bakhjarla í þessum hópi, bakhjarla sem færu yfir verkið og kæmu með ábendingar og leiðréttingar ef með þyrfti. Í þann hóp fengum við þá Má Jónsson, Gylfa Sigurjónsson (Gylfi í bankanum) og Svavar Steingrímsson. Jens heitinn Kristinsson frá MIðhúsum kom að fyrstu tveimur myndunum, myndunum af Klifi og Herjófsdal.

Lærðu örnefnin sem sáust frá Miðhúsartúninu utanbókar

Ég man svo vel eftir því þegar ég sat með þeim feðgum Jens og Ella við Eldhúsborðið á Höfðaveginum og sá gamli var að fara yfir myndirnar og hann segir þessi fleygu orð ,, þegar við vorum krakkar á Miðhúsum þá var okkur sagt að ef við lærðum ekki örnefnin sem sæjust heiman frá Miðhúsatúninu þá fengum við ekki að fermas. Auðviðtað lærðum við öll örnefnin og kunnum þau utanað¨ 

Ég setti eitt örnefni inn á myndina sem er ekki í örnefnaskrám en það er örnefnið Langabergshellir vestast í Langabergi undir Köldukinn. Jens sagði að hellirinn héti það og það mun standa. 

Árni telur upp örnefni sem notuð voru síðustu aldarmót

Árið 2012 kom út bókin Eyjar og úteyjalíf, úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund sem nokkrir Eyjamenn stóðu að. Í bókinni er lítill kafli sem heitir Örnefni í Skiphellum, þar telur Árni upp þau örnefni sem notuð voru þar sem krakkarnir voru að spranga upp úr þar síðustu aldamótum og kynslóðin í dag leikur sér enn. 

Fór með Má og Svavari inn að Spröngu og settu eldri örnefni inn á myndina

Már Jónsson kom með þá hugmynd að setja þessi örnefni inn á myndina og fór ég með Má og Svavari inn að Spröngu og settu þeir eldri örnefni inn á myndina eftir sinni bestu vitun. Síðar setti ég myndina inn á facebooksíðuna Heimaklett og óskaði eftir leiðréttingum á staðarvalinu ef vitlaus væru. Mikl umræða spannst um sprönguna og spröngustaðina og það er gaman að segja frá því að engar leiðréttingar komu en það fór eftir kynslóðum hvernig nöfnin á örnefnunum breyttust aðeins og þess vegna setti ég nokkur ný nöfn me á þá innan sviga. 

Neðstibekkur, Miðbekkur og Efstibekkur.

Með kynslóðum geta örnefni breyst t.d Neðstibekkur, Miðbekkur og Efstibekkur, breyttust í Barnastein, Almenning og Syllu. Ferðaauga breyttist í Kýrauga og svo eru þarna ný nöfn eins og Stígvél, Kerling, Hetta; Hebbutá og fleiri nöfn innan um þau eldri. 

Örnefni eru hluti af sögu Vestmannaeyja

Tilgangurinn með söfnun örnefna í nærumhverfi okkar hér á Heimaey og staðsetja á myndum er nauðsynlegur að mínu mati þar sem sífellt færri og færri þekkja örnefni hér og geta rakið sögur og viðburði sem þeim tengjast. Örnefni eru hluti af sögu Vestmannaeyja og því finnst mér nauðsynlegt að safna þeim saman eins og hefur verið gert svo þau varðveitist og glatist ekki með komandi kynslóðum en haldi áfram að vera lifandi veruleiki fyrir sem flesta. 

Örnefnin í Ystaklett hjálpuðu þeir Óli á Hvoli og Halldór Hallgrímsson mér með. 

Ljósmyndirnar fékk ég frá þeim Halldóri Halldórssyni, Heiðari Egilssyni, Guðmundi Alfreðssyni og Tóa Vídó. Eiga þessir drengir miklar þakkir fyrir þeirra þátt í þessu verkefni mínu. 

Strákarnir í hópnum þeir Hávarður, Svavar, Már, Gylfi sem sáu um örnefnin og Óskar prentari sem vann alla stafrænu vinnuna á myndunum  og gerði svo listavel,  fá alla mína bestu þakkir fyrir hjálpina og alla hvatninguna. 

Það er Vestmannaeyjabær sem kostar alla uppsettningu þessa flottu örnefnamynda.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is