28.11.2020
Það var hann Ívar Eydal sem kveikti á jólatrénu í ár á Stakkó. Það var heldur tómlegt í ár en vegna fjöldatakmarkanna var ekki hægt að lofa íbúum eyjanna að koma og taka þátt í gleðinni. En bæði bærinn og Tígull voru í beinni útsendingu út frá facebooksíðum síðum. Þannig enginn ætti að hafa misst af þessari árlegu athöfn.
Það var forseti bæjarstjórnar Elís Jónsson sem sagði nokkur orð í byrjun, þar á eftir var séra Viðar með nokkur orð og að lokum tók Jarl nokkur lög, þegar hann var að hefja söng komu þeir Askasleikir og Hurðaskellir askvaðandi og tóku þátt í söngnum með Jarli.
Svo tendraði hann Ívar ljósunum á trénu eins og fagmaður.










