Í dag er allt öðruvísi líka þegar kveikt er á jólatrénu á Stakkó

28.11.2020

Það var hann Ívar Eydal sem kveikti á jólatrénu í ár á Stakkó. Það var heldur tómlegt í ár en vegna fjöldatakmarkanna var ekki hægt að lofa íbúum eyjanna að koma og taka þátt í gleðinni. En bæði bærinn og Tígull voru í beinni útsendingu út frá facebooksíðum síðum. Þannig enginn ætti að hafa misst af þessari árlegu athöfn.

Það var forseti bæjarstjórnar Elís Jónsson sem sagði nokkur orð í byrjun, þar á eftir var séra Viðar með nokkur orð og að lokum tók Jarl nokkur lög, þegar hann var að hefja söng komu þeir Askasleikir og Hurðaskellir askvaðandi og tóku þátt í söngnum með Jarli.

Svo tendraði hann Ívar ljósunum á trénu eins og fagmaður.

 

Ívar Eydal og Íris Bæjarstjóri
Jarl, Ívar, Askasleikir og Hurðaskellir
Það tókst svona ljómandi vel að kveikja á tréinu.. allir sáttir.. Ívar og Íris
Krakkarnir sem voru að renna á stakkó fylgdust vel með öllu
Elís Jónsson forseti bæjarstjrórnar
Jarl Sigurgeirsson
Séra Viðar
Fjölskyldan stolt af litla ljóaveininum sem kveikti á trénu
Ívar og Íris
Ívar Eydal
Jóla HVAÐ

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search