Sökum COVID-aðstæðna í samfélaginu verður hvorki sunnudagaskóli né guðsþjónusta á morgun.
Við hvetjum alla til að gæta að sjálfum sér og öðrum og jafnframt að taka frá stund til að hlúa að trú sinni, hvort heldur sem er með bæn eða lestri úr ritningunni.
Forsíðumynd tekin af ljósmynd sem tekin var í Landakirkju á fyrri tíð. Þrátt fyrir að ýmislegt breytist er Guð hinn sami hver sem öldin er segir að lokum í tilkynningu frá Landakrikju.