Við fengum Sömbu í létt spjall um þjóðhátíð, undirbúning og það sem skiptir mestu máli í hvíta tjaldinu.

Hver er fyrsta minning þín á þjóðhátíð?
Dalurinn í allri sinni dýrð á setningunni.
En besta minningin?
Fólkið sem hefur verið í tjaldinu með okkur í gegnum tíðina.
Tjaldið þið við sömu götu eða flakkið þið á milli?
Við tjölduðum alltaf á Týsgötu hér áður en fluttum okkur ofar seinna meir og erum núna í Sjómannasundi.
Hvaða hefðir hafa skapast hjá þinni fjölskyldu á þjóðhátíð?
Áður fyrr var lundi alltaf borðaður í tjaldinu á föstudagskvöldum. Lambalæri á laugardagskvöldi heima. Sú hefði er enn við lýði og að sjálfsögðu samlokurnar sívinsælu ásamt mörgu fleiru.
Uppáhalds þjóðhátíðarlag?
Mörg mjög falleg en ég ætla að nefna þjóðhátíðarlagið frá 1987. Síðasti dansinn.
Manstu eftir skemmtilegra sögu eða uppákomu á þjóðhátíð?
Fyrir margt löngu þá kom mjög reiður ungur maður inn í tjald. Enginn þekkti hann. Hann átti í orðaskiptum við tjaldbúa. Svo eins og hendi sé veifað henti hann mér út úr tjaldinu. Þögn sló á alla, en vera hans í tjaldinu varð ekki löng. Skondið að hugsa til þessa eftir á.
Stóri eða litli pallurinn?
Litli pallurinn.
Hvað er hápunktur þjóðhátíðarinnar?
Setningin, flugeldasýningin og brekkusöngurinn.
Hvað er möst í hvíta tjaldið?
Söngelskt og skemmtilegt fólk og gítar.
Átti girnilega uppskrift sem þú ert til í að deilda með okkur sem er ómissandi á ÞH?
Salat: Rækjur, reyktur silungur, egg, mayonnaise og rjómi. Klikkar aldrei.
Hvert er fallegast? Vitinn/Myllan eða Hofið? Myllan.
Uppskrift að góðri þjóðhátíð? Í tjaldinu: Samhentir tjaldbúar og gleði og ánægja við völd.
Eitthvað að lokum? Gleðilega þjóðhátíð.