Laugardagur 30. september 2023

Hvíta tjaldið: Sara Sjöfn Grettisdóttir

Við fengum Söru í létt spjall um þjóðhátíð, undirbúning og það sem skiptir mestu máli í hvíta tjaldinu.

Hver er fyrsta minning þín á þjóðhátíð?

Mínar fyrstu minningar eru úr Hjólhýsinu við Golfgötu á föstudeginum, þar sem öll fjölskyldan er saman komin. Allar mínar æskuminningar frá hátíðinni tengjast hjólhýsinu sem okkur fjölskyldunni þykir afar vænt um og er það kannksi ástæðan fyrir því að því er ennþá skröllt niður í dal ár hvert.

Tjaldið þið við sömu götu eða flakkið þið á milli? Eftir að ég fór sjálf að vera með hvítt tjald höfum við verið alltaf við sömu götu og stefnum á að vera þar áfram.

Hvaða hefðir hafa skapast hjá þinni fjölskyldu á þjóðhátíð? 

Þær eru alveg talsvert margar, undirbúningurinn er alltaf frekar svipaður en ætli hefðirnar liggji ekki í bakkelsinu og matnum, það er sumt sem maður verður bara að hafa í tjaldinu sem var alltaf í boði þegar maður var yngri. Við erum svo alltaf með svipaða dagskrá, setningin og kaffið á föstudeginum er frekar heilagt. Það eru alltaf pulsur á miðnætti á föstudeginum og hefur verið síðan ég var barn og svo mætti lengi telja.

Uppáhalds þjóðhátíðarlag? 

Í undirbúningum hlusta ég alltaf á gömlu þjóðhátíðrlögin, það er einhver nostalgía og stemmning í þeim sem fær mann til að hlakka til. Að velja eitthvað eitt er bara ekki hægt að mínu mati, mörg mjög góð.

Manstu eftir skemmtilegra sögu eða uppákomu á þjóðhátíð? 

Þær eru nú flestar mjög skemtilegar. Ein sem kemur upp, það var á þjóðhátíð 2016, ég var ólett af mínu öðru barni og var því farin snemma heim. Eftir miðnætti kom nánast allur vinahópurinn okkar saman í einu hvítu tjaldi og allir að  syngja og tralla í mega stuði og af því sem ég heyrði eitt skemmtilegasta partý sem fólk hafði mætt í í dalnum. Í miðju partýi fer einn ákveðinn vinur okkar heim til að sækja trúlofunarhring sem hann hafði setið á í talsverðan tíma, kom svo aftur niður í dal og bað sinnar heittelskuðu í miðri gleðinni og það má segja að partýið hafi ekkert orðið leiðilegra hjá þeim við þetta. Ég var hinsvegar heima sofandi í draumaheimi og missti því af þessu og sá þetta svo bara á snapchat yfir kaffibollanum morgunin eftir.

Stóri eða litli pallurinn? 

Það fer erftir því hver er að spila.

Hvað er hápunktur þjóðhátíðarinnar? 

Hápunkturinn á hverri hátíð er yfirleitt bara með fjölskyldu og vinum í hvítu tjöldunum. En brennan, brekkusöngurinn og blysin standa samt líka alltaf upp úr.

Hvað er möst í hvíta tjaldið? 

Nóg af sætum fyrir alla og nóg af bakkelsi.

Átti girnilega uppskrift sem þú ert til í að deilda með okkur sem er ómissandi á ÞH? Ég mæli með að þið heyrið bara í mömmu minni Hrönn Harðar, hún bakar besta bakkelsið ég er svona reyna ná í hælana á henni hvað það varðar.

Hvert er fallegast? Vitinn/Myllan eða Hofið? Myllan

Uppskrift að góðri þjóðhátíð? Fullorðnir og börn komnir saman að skemmta sér fallega. Gott veður hefur líka aldrei skemmt neitt.

 

{„key“:“hb1″}

Processed with VSCO with g3 preset

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is