Laugardagur 13. ágúst 2022

- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Hvíta tjaldið – Marta María Vídó

Fjölskylda: Syngjandi Fjölskyldan.

 (Foreldrar: Sæsa Vídó og Bjössi Núma. Systkini: Siggi Vídó og Sæþór Vídó).

Hvað hefur þú verið á mörgum þjóðhátíðum?

Ég er að fara á mínu 38 þjóðhátíð einu sinni sleppt og það held ég að ég geri ekki aftur.

Hvað er „möst“ að hafa í hvíta tjaldinu?

Gítar, Gleði og söng. Pylsupartý fyrir flugelda á laugardagskvöldið. Og spegil. 

Hvaða bakkelsi er alltaf?

Flatkökur, samlokur, sírópsbrauð/lengjur og muffins má ekki sleppa. Eins að eiga prins póló í kistunni. Einnig er alltaf svaka veisluborð eftir setninguna. 

Ertu löngu byrjuð að undirbúa?

Já já hér er búið að mála allt innbúið í tjaldið og súlurnar. Búið að baka og setja í frystir svo undirbúningur er í fullu fjöri. 

Hvað eruð þið mörg saman í tjaldinu?

Við erum svona í grunninn 12 syngjandi fjölskyldan en tjaldið okkar er alltaf opið fyrir vini og ættingja það má lengi troða, þröngt mega sáttir sitja. 

Hvað er uppáhalds þjóðhátíðin og af hverju?

það er ekki hægt að gera upp á milli, hver og ein hátíð á sér alltaf sérstöðu og eru þær því allar uppáhalds. Endalaus samvera með fjölskyldu og vinum.

Hvernig líst þér á þjóðhátíðarlagið í ár?

Þetta er þvílíka gæsarhúðarveislan elska það. Verður mjög gaman að heyra það í brekkunni og syngja með.

 

Ertu til í að gefa okkur uppskrift af uppáhalds bakkelsinu? 

Ákvað að skella inn uppskriftinni af sírópsbrauði/lengjum (Cinnamon Biscuits) sem er alltaf ansi vinsælt í okkar tjaldi.

 

Sírópsbrauð / lengja

Hráefni:

300 gr Hveiti

200 gr Sykur

200 gr smjörlíki/smjör

1.stk eggjarauða

1. Msk syróp

1. Tsk Kanill

1. Tsk Vaniludropar

1. Tsk Natron.

Aðferð:

Hnoða saman og rúlla í litlar lengjur.

Setja á plötu og þrýsta ofan á hverja lengju. 

smyrjið með eggjahvítu og dreifið kókosmjöli yfir.

Baka við 200° þar til lengjur verða fallegabrúnar (ca. 15 – 20 mín).

Skorið niður í bita strax þegar tekið úr ofninum meðan þær eru heitar.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is