Laugardagur 30. september 2023

Hvíta tjaldið: Guðný Svava Gísladóttir

Við fengum Svövu í létt spjall um þjóðhátíð, undirbúning og það sem skiptir mestu máli í hvíta tjaldinu.

Fjölskylda: Guðný Svava Gísladóttir, gift Sigga mínum í F.E.S. Börnin mín heita: Gísli Birgir Sigurðarson, Kristín Sjöfn Sigurðardóttir, Sigrún Ella Sigurðardóttir, Dagbjört Lena Sigurðardóttir, og Trausti Mar Sigurðarson. Við Siggi eigum síðan 8 barnabörn og 3 tengdabörn.

Hver er þín fyrsta minning frá þjóðhátíð? Fyrsta minning mín er síðan 1967. Stymmi bróðir í kerru og við Sigrún systir fengum svo flotta hatta og veski til að vera fínar á hátíðinni.

Hver er hápunktur hátíðarinnar að þínu mati og af hverju? Setningin engin spurning, loksins allt tilbúið allir svo glaðir og kátir.

Hvernig hefðir hafa skapast í kringum þig og þitt fólk þessa helgina? Í gegnum tíðina hafa ansi margir komið við í Stakkholtinu þessa helgi. En undanfarin ár hefur nú aðeins róast en við fáum alltaf okkar besta fólk þessa helgi, við sem að eigum tjaldið hjálpumst öll að í öllu alltaf. Það er alltaf vandað til verksins í tjaldið, ekkert dass í því sko, svo er alltaf elduð kjötsúpa hérna á sunnudeginum og þá borðum við öll saman og algjört stuð og partý áður en við förum saman í dalinn.

Uppáhalds þjóðhátíðarlag? Elska Sextett Óla Gauks plötuna mikið, en mesti þjóðhátíðar fiðringurinn kemur með laginu Stund með þér með Dans á Rósum.

Hvað er mikilvægast í undirbúningnum? Eitthvað sem er alveg ómissandi? Já smá fastheldin á sumt en óhrædd við að prófa eitthvað nýtt. Ég baka alltaf brúna lagköku, sírópsbrauð til að eiga heima fyrir okkur því það ekkert betra en að fá sér köku og mjólk áður en við förum að sofa, og svo smá hlátursköst með Sigrúnu Maríu vinkonu minni (því við erum nefnilega svo ofboðslega fyndnar). Já og heita súkkulaðið um miðnætti er ómissandi.

Er fjölskyldan þín alltaf með hvítt tjald? Hverjir eru saman í því tjaldi? Tjaldi þið við sömu götu eða flakkið þið á milli? Við erum nokkuð mörg sem að eigum tjaldið saman. Við tjöldum alltaf og erum alltaf svo ánægð þegar að við fáum okkar 15 ára pláss, bara betra fyrir fastagestina að vera á sama stað ár eftir ár.

Litli eða stóri pallurinn? Litli pallurinn svona yfirleitt en kíki samt alltaf á stóra líka.

Hvort er fallegra Vitinn eða Myllan? Þori ekki að segja það svona opinberlega, sorrý.

Fyrir hvað stendur hátíðin í þínum huga? Að fá öll börnin okkar saman, barnabörnin, fjölskylduna, og yndislega vini. Það er ekki hægt að lýsa því, það er bara eitthvað svo gott fyrir hjartað.

Hvaða þjóðhátíð stendur upp úr hjá þér og af hverju? Get bara ekki svarað því hvaða hátíð stendur upp úr. Þegar að maður var ungur var nú alltaf gaman. Líka þegar að maður er orðin miðaldra. Ætla að verða svona eins og nafna mín hún Amma Svava í Stakkholti, fór 91 árs á þjóðhátíð.

Eitthvað skemmtilegt eða eftirminnilegt atvik sem þú vilt deila með okkur? Guð minn góður það er svo margt sem að hefur gerst sem að er fyndið og skemmtilegt í gegnum árin en bara best að halda því hérna heima.

Eitthvað að lokum? Segi bara við alla góða skemmtun elskurnar mínar allar, njótið þessarar einstöku helgar sem að við Eyjamenn eigum. P.S já og að veðurguðirnir (allir nema veðurguðinn Siggi Braga) haldi áfram í svona góðu skapi. 

Gleðilega Þjóðhátíð!

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is