Þriðjudagur 5. desember 2023

Hvíta Húsið: Laufey Konný

Laufey Konný Guðjónsdóttir er ein af listamönnunum sem eru með aðstöðu í Hvíta húsinu. Við tókum létt spjall við hana Konný eins og hún er alltaf kölluð.

Konný er fædd í Reykjavík árið 1960 og bjó þar fyrstu árin en ólst aðallega upp í Hafnarfirði. Þegar hún var 21 árs flutti hún til Vestmannaeyja og hefur búið hér síðan. Hún er í sambúð með Markúsi Björnssyni og eiga þau tvær dætur og tvö barnabörn. Hún byrjaði að vinna í fiski eins og flestir á þeim tíma en fór svo að vinna  hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði. Þegar Konný flytur svo til Eyja byrjaði hún í fiski en  fór svo að vinna hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum en hún hefur unnið hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja síðan 1988.

Nám og námskeið

Konný fór á sitt fyrsta myndlistarnámskeið hjá Finni teiknikennara árið 1994 og var þar einn vetur. Tók næsta vetur hjá Steinunni Einarsdóttur og var þar í nokkur ár. Hún hefur einnig sótt þó nokkuð mörg námskeið, bæði á vegum Visku en flest á vegum Myndlistarfélagsins. Konný kláraði stúdentsprófið um fimmtugt og í framhaldinu ákvað hún að skella sér í Tækniskólann og fór í undirbúning að ljósmyndanáminu. Hún tók áfanga í Listrænni ljósmyndun í Menntaskólanum á Tröllaskaga, ýmis ljósmyndanámskeið, bæði grunnnámskeið en einnig studíó námskeið hjá Gassa og photoshop námskeið hjá Ólöfu Erlu. Fyrir 10 árum var Myndlistarfélag Vestmannaeyja stofnað. Þau voru nokkur saman sem tóku á leigu húsnæði til að sinna listinni og nú síðast voru þau í KFUM og K.

Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja stofnað

Á síðasta ári stofnaði hún ásamt nokkrum konum félagið Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja til að halda utan um allskonar listsköpun og hönnun. Í dag erum þau orðin 48 manns, af báðum kynjum en um 28 manns leigja í Hvíta húsinu. Mikil fjölbreytni er þar í listsköpun þó myndlistin sé stærsti hlutinn.  Konný leigir sérherbergi í Hvíta húsinu á þriðju hæð, notar það aðallega fyrir myndlistina en er einnig með lítið ljósmyndastúdíó og býður uppá passamyndatökur. “Hvíta húsið hefur algjörlega gjörbreytt öllu fyrir okkur listafólkið. Við höfum þegar haldið eina sýningu í Einarsstofu á síðasta ári og á þessu ári eru 3 sýningar planaðar, “segir Konný. Hún hefur aðallega verið að vinna í olíu en er núna aðeins farin að leika sér með klippimyndir, dúkristur og fleiri miðla. Hún hef líka síðustu ár gert eitthvað af tölvumyndum, mest með börn í huga en þó einnig stjörnumerkin. 

Innblástur frá náttúrunni

Hennar helsti innblástur er Íslensk náttúra og er líklegast það sem hefur mest áhrif á hana, bæði formin í náttúrunni en einnig veðurfar og birtan á Íslandi. “Svo er alltaf gaman að fylgjast með öðrum listamönnum og hún horfir á ýmislegt efni tengt list á netinu.” Aðspurð að því hvernig hún myndi lýsa stílnum sínum segist Konný ekki endilega eiga einn stíl,  hún hefur of gaman að því að prófa nýtt til að halda sig við einn stíl.  “En yfirleitt eru myndirnar með einföld form og í sterkum litum. Sérstaklega er mikið um bláa litinn í myndunum. “  Hún hefur gert ansi margar myndir þar sem blái og hvíti liturinn voru einu litirnir í myndinni.

Konný er með facebooksíðu og þar eru albúm með myndunum hennar sem eru til sölu ásamt öðrum myndum og hægt að hafa samband við hana þar ef fólk vill kaupa myndir. 

https://www.facebook.com/konnyart/

Síðan er Art gallerý hjá Jóný og Þuru með prentverk af klippimyndum og málverkum frá henni til sölu.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is