Þriðjudagur 16. apríl 2024

Hvetur unglinga sem liggja upp í sófa til að gera eitthvað uppbyggilegt við líf sitt

Gunnlaugur Hróðmar Tórshamar Ósvaldsson er tvítugur eyjapeyi sem var að útskrifast sem stúdent og einnig af húsasmíðabraut

Við tókum létt spjall við Gulla sem var eldhress og sáttur með góðan árangur.

Fjölskylda:

Mamma og pabbi heita Salbjörg Ágústsdóttir og Ósvald Alexander. Systkinin mín heita Jóhann Ágúst, Hildur Rán, Alexander Páll, Ólafur Eysteinn, Sigmundur Kristinn og Albert Snær.

Hver er draumavinnustaðurinn?

Draumavinnustaðurinn minn er að vinna sem einkaþjálfari eða styrktarþjálfari einhversstaðar.

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að fara í þetta nám?

Ég fór í smiðinn af því mér finnst bóklegt nám leiðinlegt og það var minna um bóklegt í húsasmíðinni. Svo tók ég stúdentinn af því mér finnst húfan flott og langaði að klára skólann með stúdentspróf.

Kostir við FÍV ?

Kostir við FÍV að það vilja allir hjálpa manni og kennararnir eru mjög þægilegir.

Gallar við FÍV?

Gallar við FÍV er að kvistarnir í parketinu stara á mig þóttafullir.

Var það mikil áskorun að halda einbeitingu í Covid ástandinu?

Það var ekkert svaka erfitt að læra í covid, bara erfitt að vakna til að liggja upp í rúmi að reyna að læra.

Besta minningin frá náminu?

Besta minningin úr náminu er þegar við sem vorum að læra smiðinn fórum norður á Krókinn tvisvar á önn í verklega lotu og vorum á heimavistinni þar, þegar ég var með Sigga Braga í herbergi.

Hvað tekur nú við, ætlar þú í framhaldsnám?

Ég er að byrja í framhaldsnámi núna á næstu vikum bara, er að byrja að læra einkaþjálfarann hjá Keili.
Það sem tekur við hjá mér er að vinna í sumar og læra.

Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum ?

Hvet unglinga og krakka sem liggja upp í sófa og hanga á tiktok allan daginn til að hætta því og drulla sér út og gera eitthvað uppbyggilegt við líf sitt.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search