Hvetja almenning til fjárfestinga í íslenskum fyrirtækjum

04.12.2020

Auknir möguleikar almennings til þátttöku á hlutabréfamarkaði eru eitt af meginmarkmiðum nýs frumvarps Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gærkvöldi, en þar er einnig kveðið á um aukið samræmi í skattlagningu söluhagnaðar fasteigna.

Auðveldi fólki að taka þátt í viðspyrnunni

Nokkrar breytingar á gildandi lögum um tekjuskatt eru lagðar til í frumvarpinu. Breytingarnar snúa meðal annars að hækkuðu frítekjumarki vaxtatekna úr 150 þúsund krónum í 300 þúsund krónur og frádráttarheimild á móti innleystum gengishagnaði í afmörkuðum tilvikum.

Einna þyngst vegur þó að með frumvarpinu verður frítekjumark vaxtatekna jafnframt látið ná til arðstekna og söluhagnaðar hlutabréfa í skráðum félögum, hvort sem er á skipulegum verðbréfamarkaði eða markaðstorgi fjármálagerninga.

„Með þessu auðveldum við almenningi að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum og aukum þannig jafnframt aðgengi fyrirtækjanna að fjármagni. Þannig er fólki gert kleift að ávaxta sparifé sitt með fjölbreyttari hætti og taka á sama tíma þátt í viðspyrnu efnahagslífsins,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Sanngjarnari skattlagning söluhagnaðar frístundahúsa

Í frumvarpinu er jafnframt mælt fyrir um aukið samræmi í skattlagningu söluhagnaðar fasteigna. Þannig er söluhagnaður auka íbúðar einstaklings skattfrjáls samkvæmt gildandi lögum, að því gefnu að seljandi hafi átt íbúðina í tvö ár að lágmarki og heildarrúmál eigi ekki íbúðarhúsnæði seljanda sé ekki umfram 600 rúmmetra. Aftur á móti er söluhagnaður frístundahúsa að jafnaði skattskyldur að fullu.

Þannig er lagt til að söluhagnaður frístundahúsa verði skattfrjáls á sama hátt og auka íbúðar, að uppfylltum stærðarmörkunum. Það viðbótarskilyrði er þó sett að seljandi hafi átt frístundahúsið í fimm ár að lágmarki.

„Við núverandi lagaramma er söluhagnaður sumarhúsa alltaf skattskyldur og getur að auki komið til skerðingar fyrir þá sem fá greiddar tekjutengdar bætur en þetta snýr meðal annars að eldra fólki sem selur sumarhúsin sín. Því er þessi breyting réttlætismál og liður í að gera kerfið bæði einfaldara og sanngjarnara,“ segir ráðherra.

Greint er frá þessu á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search