Hvernig eru þín streituviðbrögð?

Í síðasta pistli skrifaði ég um orsakafleti streitu og ég vona að sá pistill hafi hjálpað þér að átta þig betur á því hvað það er sem veldur þér streitu og hefur áhrif á líðan þína.
Vegna hraðans í kringum okkur og áreitis sem við erum undir allan sólarhringinn stöldrum við sjaldan við til að vera meðvituð um þá áhrifaþætti sem koma niður á líðan og velferð okkar.
Streituvaldar geta verið margir ólíkir áhrifaþættir og þegar maður hefur áttað sig betur á því hvað það sé sem valdi manni streitu getur maður áttað sig betur á eigin streituviðbrögðum.

Streituviðbrögð eru einkenni um að álag sé farið að valda manni streitu. Streitueinkenni okkar geta verið margvísleg og þess vegna er streitan lúmsk og getur komið skyndilega í bakið á manni ef maður er ómeðvitaður um streitueinkenni sín.
Mikilvægt er að tileinka sér meðvitund um það hvernig líkami og hugur gefa frá sér vísbendingar um að álagsvarnir séu að veikjast.

Einkenni streitu geta komið fram á eftirfarandi hátt:
Tilfinningarleg:
Grunntilfinningar sem verða ráðandi þegar streitan er orðin mikil er „reiði“ sem lýsir sér sem stuttur þráður og „ótti“ sem lýsir sér sem viðkvæmni. „Sorg“ fer að gera vart um sig sem lýsir sér að við verðum döpur og „andúðin“ kemur fram sem lýsir sér þannig að við fáum nóg af áreiti og hrindum frá okkur.
Huglæg:
Skapsveiflur fara að gera vart við sig, líðan er í miklu ójafnvægi, einbeitingarleysi, eirðarleysi, minnisleysi, óskýr hugsun og neikvæðni verður ríkjandi hugsun, maður sér bara vandamál og hindranir og allt sem manni skortir. Maður verður dómharður og finnur það neikvæða við allt og alla.

Hegðun:
Streitan kemur fram í hegðun okkar. Líkamstjáning okkar einkennist af þreytu, við verðum klaufar og gerum mistök vegna þess að við erum ekki að hugsa skýrt, neysla okkar breytist, borðum óhollt til að reyna að fá orku, neytum meira áfengis til að róa taugakerfið, notum svefnlyf til að laga svefninn, drekkum meira kaffi til að halda okkur gangandi yfir daginn. Tilhneigin til einangrunar, pirrings og lendum gjarnan í samskiptaerfiðleikum. Hættum að hlúa að því sem er okkur mikilvægt eins og hreyfing, hvíld og svefn. Keyrum okkur bara áfram á hnefanum.

Líkami:
Líkaminn fer að senda vísbendingar um ójafnvægi í taugakerfinu. Hraður hjartsláttur, þyngsli fyrir brjósti, hröð öndun, meltingarkerfið fer í hnút og viðvarandi ónotatilfinning í maga, vöðvabólga og verkir í stoðkerfi, aukinn sviti og svitaköst, hárlos, doði í útlimum, kyndeyfð, slakt ónæmiskerfi sem lýsir sér sem aukin veikindi og undirliggjandi veikindi/sjúkdómar (gigt, mígreni, ofnæmi og fleira) fara að gera meira vart um sig.

Það er upp á hverjum og einum komið að þekkja það hvenær einkenni streitu fara að gera vart við sig. Tileinkaðu þér meðvitund um það hvernig streitan birtist hjá þér, þá getur þú gripið inn í og fyrirbyggt að streitan komi niður á velferð þinni.

Pistlahöfundur er Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir nánar um þeirra starf er að finna inn á www.stress.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search