Föstudagur 1. desember 2023

„Hvernig er birtingarmynd streitu ?“


Þegar maður hefur áttað sig á hvaða áhrifaþættir það eru sem valda manni streitu þá er
mikilvægt að átta sig næst á því hvernig viðbrögð maður sýnir við streitu og þekkja þannig
streitueinkenni sín.
Einkenni streitu geta verið margvísleg og þess vegna er streitan lúmsk, þar sem hún birtist
manni ólíkt eftir því hver maður er, hvaðan maður kemur, hvaða streituvarnir maður er að
tileinka sér og í hvernig jafnvægi maður er hverju sinni.
Það er ekki hægt að greina frá því „hvernig“ streitueinkenni eru, þess vegna er það upp á
hverjum og einum komið að þekkja það hvernig eigin álagsvarnir fara að verða viðkvæmar.
Langvarandi og þung streita bankar skyndilega upp á hjá manni, þess vegna er mikilvægt
að þekkja fyrstu einkenni streitunnar til að geta fyrirbyggt að hún komi niður á heilsu og
velferð okkar.
Einkenni streitu eru fernskonar og ætla ég að útlista hér hvernig þau geta birst hjá okkur.


Tilfinningar:
Við fæðumst öll með sömu grunntilfinningar og þær tilfinningar sem verða ráðandi þegar
við erum undir mikilli streitu eru reiði og ótti.
Öryggisviðbragð ósjálfráða taugakerfisins sem kallast „fight vs. flight“ einkennist af reiði og ótta, þannig að þegar við höfum verið undir langvarandi og þungu álagi þá tekur það á
álagsvarnir okkar og með tímanum eigum við erfitt með að stjórna grunntilfinningum okkar.
Auk reiði og ótta fara aðrar grunntilfinningar að koma fram eins og depurð og andúð.


Hegðun:
Þegar okkur líður einhvernvegin á ákveðin hátt þá kemur líðan fram í hegðun okkar.
Einkenni „reiði“ er stuttur þráður og pirringur, einkenni „ótta“ er áhyggjur, óróleiki og kvíði
fyrir einhverju sem er óþarfi að hafa áhyggjur af, einkenni „sorgar“ er vonleysi og vanlíðan,
einkenni „andúðar“ er að fá nóg af öllu og öllum, þolum illa áreiti og reynum að draga okkur
í hlé. Sofum illa, hættum að hreyfa okkur og gera það sem er manni mikilvægt.


Líkamleg:
Streituviðbrögð geta birst í sterkum líkamlegum einkennum. Væg einkenni geta verið til
staðar í þó nokkurn tíma áður en maður áttar sig á því. Með tímanum fara fleiri líkamleg
einkenni að bætast við og fyrri einkenni verða sterkari og því erfitt að horfa fram hjá þeim.
Helstu einkenni líkamans undir streitu er hraður hjartsláttur, jafnvel flökt í hjartslætti,
stöðugur hnútur í maga, bakflæði, magasár, slök melting og hæg brennsla, hröð og grunn
öndun, aukinn sviti, höfuðverkir, vöðvabólga, stoðkerfisverkir, skjálfti, aukin næmni fyrir
hljóðáreiti, slakt ónæmiskerfi og fleira sem kemur hægt og róglega niður á líkamlegri heilsu
okkar.


Hugsun:
Langvarandi streita kemur niður á huglægum/sálrænum líðan. Við förum að upplifa
ójafnvægi í skapi og líðan, minnisleysi fer að gera vart um sig, eirðarleysi, sjálfsgagnrýni,
efasemdir og neikvæðni, óskýr og hæg hugsun (heilaþoka), ofhugsanir og
hugsanaskekkjur.


Ábyrgð þín er að skrá niður og þekkja fyrstu einkenni streitu.

Pistlahöfundur er Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir nánar um þeirra starf er að finna inn á www.stress.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is