Miðvikudagur 24. júlí 2024

Hverju er ég að henda?

Þegar við hendum hlutum sem við höfum ekki lengur ‏þörf á þá er mikilvægt
að við séum meðvituð um hvernig við skiljum við úrganginn á réttan hátt.
Margir gera sér ekki grein fyrir nauðsyn þess og spyrja því oft „Hvers vegna
er mikilvægt að ég flokki?“ Mikil vitundavakning hefur orðið varðandi rétta
sorpflokkun síðustu ár, en við eigum og megum gera mun betur í þeim efnum.

Komum í veg fyrir óþarfa urðun.
Stutta svarið við þessari spurningu er að ef við flokkum ekki úrganginn okkar
þegar við hendum honum þá erum við að henda öllu beint í urðun. Að láta
sorp sitja og urðast hefur neikvæðar afleiðingar þar sem sumt sorp gefur frá
sér eitraðar lofttegundir, eins og metan, þegar það brotnar niður. Metan er
töluvert eitraðara en koltvísýringur og er ein helsta orsök loftslagsbreytinga.
Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á samfélög og náttúru eru ein helsta
áskorun alþjóðasamfélagsins. Ísland er meðal þeirra þjóða sem losa mest af
gróðurhúsalofttegundum miðað við höfðatölu. Afleiðingar loftslagsbreytinga
hér á landi eru hvað sýnilegastar í hraðri bráðnun jökla, spár um aukna
úrkomu, tíðari eldgos og hækkandi sjávarborð.

Grenndarstöðvar
Bæta má sorpflokkun töluvert hér á Vestmannaeyjum með tilkomu
grenndarstöðva.. Grenndarstöðvar eru afmarkaðir staðir þar sem
einstaklingar geta skilað flokkuðum úrgangi í viðeigandi gáma. Markmið
stöðvanna er að bæta flokkun á endurvinnanlegum efnum og draga þannig úr
urðun.
Ef við erum öll meðvituð um hvað er hægt og ekki hægt að endurvinna og
flokkum úrgang okkar í samræmi við það, ættum við að tryggja að okkar
kynslóð og komandi kynslóðir geti enn lifað og dafnað í Vestmannaeyjum. Ef
allir leggja meira á sig við að aðskilja hart og mjúkt plast, lífrænan úrgang,
pappír og blandaða endurvinnslu í mismunandi tunnur, frekar en að henda
öllu í eina ruslatunnu, munum við byrja að sjá breytingar til hins betra.
Náttúran er takmörkuð auðlind sem ber að nýta vel. Flokkun til endurvinnslu
sparar auðlindir jarðar, orku og dregur úr urðun.

Höfundur situr í 5. sæti Eyjalistans

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search