22.03.2020
Hjá sveitarfélaginu er starfandi almannavarnarnefnd en þegar neyðarstig er í gangi eins og á við núna – þá er aðgerðarstjórn virkjuð til þess að stýra aðgerðum meðan á þessu ástandi varir. Rauði krossinn stígur inn í þetta verkefni með almannavörnum. Þau funda að jafnaði einu sinni á dag en oftar er þörf krefur, segir Íris Róbertsdóttir í samtali við Tígul. Páley Borgþórsdóttir er aðgerðastjóri og boðar til fundana.
Unnið er eftir viðbragðsáætlun almannavarna um heimsfaraldur. Þar spilar sóttvarnalæknir stórt hlutverk og umdæmislæknir sóttvarna í hans umboði, Hjörtur Kristjánsson. Aðgerðir eru byggðar á sérfræðimati um útbreiðslu og varnir smitsjúkdóma. Þá ber að nefna að hver fulltrúi aðgerðastjórnar hefur fjölda fólks á bakvið sig sem er hluti af viðbragði samfélagsins við vá sem þessari, segir Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri.
Aðgerðarstjórn – stýrir öllum aðgerðum á neyðarstigi.
![]() Páley Borgþórsdóttir Aðgerðarstjóri | ![]() Íris Róbertsdóttir Bæjarstjóri | ![]() Hjörtur Kristjánsson Umdæmislæknir sóttvarna á suðurl. |
![]() Jóhannes Ólafsson Yfirlögregluþjónn | ![]() Friðrik Páll Arnfinnsson Slökkviliðsstjóri | ![]() Ólafur Þór Snorrason Framkvæmdastjóri umhverfis- & framkvæmdasviðs |
![]() Arnór Arnórsson Formaður Björgunarfélagsins | ![]() Adólf Þórsson Fulltrúi Björgunarfélagsins | ![]() Geir Jón Þórisson Formaður Rauða krossins |
![]() Tryggvi Kr. Ólafsson Lögregluþjónn | ![]() Hafsteinn Daníel Þorsteinsson Læknir |