Föstudagur 1. desember 2023
Páskaegg

Hver er uppruni og merking páskaeggsins?

Saga páskaeggsins á Íslandi er ekki löng og nær reyndar ekki lengra aftur í tímann en til annars áratugs 20. aldar. Saga páskaeggsins er þó mun lengri í Evrópu.

Upphafið má rekja til þess að á miðöldum þurftu leiguliðar í Mið-Evrópu að gjalda landeigendum skatt í formi eggja fyrir páska. Leiguliðar þurftu reyndar að greiða landeigendum skatt nokkrum sinnum á ári og yfirleitt í formi einhverra afurða sem til urðu á bæjunum. Um páskaleytið á vorin voru egg mjög eftirsóknarverð því þá voru hænurnar nýbyrjaðar að verpa á ný eftir vetrarhléð sem móðir náttúra sér þeim fyrir

Snemma skapaðist sú hefð að landeigendur gáfu fimmtung af þessum eggjum til bágstaddra. Sá siður að gefa börnum páskaegg er dreginn af þessari hefð. Fljótlega var farið að blása úr þeim, þau skreytt og notuð til gjafa á páskum.

Á barokktímanum byrjaði yfirstéttin að gefa hvort öðru skreytt egg og oftar en ekki var lítið gat gert á skurnina og litlu spakmæli, rímu eða ljóði stungið í eggið.

Sælgætisframleiðendur hófu páskaeggjagerð í Mið-Evrópu á 19. öld en á Íslandi urðu þau ekki algeng fyrr en í kringum 1920. Kannski er ástæðan fyrir því að Íslendingar tóku svona seint við sér sú að enginn hefð var í kringum páskaegg, enginn páskaeggjaskattur og fyrst og fremst fáar hænur. Hænsnarækt var fátíð á Íslandi þangað til í kringum 1930 og þá var í fyrsta skipti hætt að flytja inn hænuegg.

Um sögu páskanna má lesa í þessu svari eftir Hjalta Hugason prófessor í guðfræði.

Heimildir:

  • Árni Björnsson Saga daganna, Mál og menning; Reykjavík, 1994.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is