Fræðsluráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að taka upp árleg hvatningarverðlaun fyrir verkefni innan fræðslusviðs sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni.
Allir geta sent inn ábendingu (rafrænt) um áhugaverð þróunar- og nýbreytniverkefni.
Hægt verður að tilnefna kennara, kennarahópa og starfsmenn í leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og frístundaveri.
Markmiðið er að veita starfsfólki í skóla- og frístundastarfi hvatningu í starfi, vekja athygli á gróskufullu fagstarfi á fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar og stuðla að framþróun og nýbreytni.
Stefnt er að því að opna fyrir tilnefningar fyrir fyrstu hvatningarverðlaun fræðsluráðs vorið 2020 en afhending verðlauna verður í maí.
Greint er frá þessu á vef vestmannaeyjabæjar.
Forsíðumynd á hann Halldór B Halldórsson