Hvaðan kemur olían í höfninni?

20.02.2020

Í vikunni komu til okkar menn með olíublauta flugla sem þið sjáið hér á myndunum fyrir neðan, þeir vildu vekja athygli á því að fjöldi fugla hafa drepist vegna mengunar í höfninni.

Tígull heyrði í Andrési yfirhafsögumanni og tókum við rúnt saman um bryggjuna og fórum í leiðangur til að finna sökina á þessum olíuleka. „Inn í pitt safnast saman allskonar rusl sérstaklega eftir vond veður eins og hafa gengið yfir að undanförnu og fara hafnarstarfsmenn á bát og veiða þetta upp jafnóðum “ sagði Andrés.

Þegar við yfirfórum bryggjuna sáum við hvergi olíu en hún er samt sem áður að lauma sér inn eins og sjá má á mynd sem Pétur Steingrímsson tók þann 12. febrúar síðastliðinn þá er olíutaumur vel sjáanlegur.“ Í síðustu viku taldi ég átta dauðar Æðarkollur og Blika í Löngunni, allt drapst þetta vegna olíumengunnar „ sagði Pétur

Andrés sagði okkur frá því að grunur liggur á því að farið sé sundur rör sem gæti verið að leki sé frá og byrjað sé að vinna í því að komast að því en liggur mjög djúpt í uppfyllingu hér við Heimaklett. Byrjað er að grafa holu og verið er að færa nætur frá til að hægt sé að grafa af þessu.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search