Hvað svo?

Úrslit  bæjarstjórnarkosninganna í vor voru á margan hátt afar athyglisverð. Það sem mér finnst einkum standa upp úr er þrennt. Í fyrsta lagi tókst Sjálfstæðisflokknum ekki megin ætlunarverk sitt, að höggva í raðir H listans, heldur jók sá listi fylgi sitt á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Í öðru lagi  festi sig í sessi sá klofningur sem varð innan Sjálfstæðisflokksins vorið 2018 og H listinn er orðinn öflugt stjórnmálaafl til framtíðar í Vestmannaeyjum. Í þriðja lagi vann meirihluti Eyjalista og H lista sem myndaður var 2018 góðan kosningasigur, Eyjalistinn fékk tvo bæjarfulltrúa og styrkir sig verulega í stjórn bæjarins.

Við þessar aðstæður er rétt að velta fyrir sér spurningunni: Hvað svo? Hvaða mál verða á dagskrá næstu 4 árin?

Ég er viss um að bæjarstjórnin mun áfram halda að gera búsetuskilyrði hér sem best þannig að Vestmannaeyingar geti áfram verið í hópi ánægðustu Íslendinganna.

Bæjarstjórn mun áfram efla leik- og grunnskólana þannig að nemendur fái eins góða þjónustu og frekast er kostur. Jafnframt verður tómstundastarf eflt og þess gætt að leikskólagjöld og ýmis önnur gjöld verði sanngjörn.

Þá mun bæjarstjórn áfram styrkja stöðu aldraðra með margvíslegum hætti. Áfram mun haldið undirbúningi að byggingu þjónustuíbúða aldraðra og nýju hjúkrunarheimili.

Gott samstarf við atvinnulífið, félagasamtök og fleiri er afar mikilvægt og því góða starfi sem náðist á síðasta kjörtímabili þarf að halda áfram. Hér nægir að nefna sem dæmi gott samstarf við íþróttahreyfinguna og aðila í ferðaþjónustu.

Bæjarstjórn mun áfram leggja þunga áherslu á samgöngumál og ég treysti henni til að ná góðum árangri á því sviði.

Hér hefur fátt eitt verið nefnt og víst er að úrlausnarefnin eru mörg. Best væri að bæjarstjórn gæti staðið þétt saman  við að leysa þessi úrlausnarefni.  Því vil ég hér að lokum setja fram þá ósk að meiri- og minnihluti vinni meir og betur saman og sem ein heild að þessum og mörgum öðrum brýnum hagsmunamálum okkar Vestmannaeyinga. Sameinuð náum við alltaf bestum árangri.

​​​

Ragnar Óskarsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search