Laugardagur 13. ágúst 2022

- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Hvað segja börnin um sjómennskuna?

Við heyrðum í nokkrum börnum og spurðum þau út í hvað þau vissu um sjómennskuna

Nafn & aldur: Katla Svava Karlsdóttir

Þekkir þú einhverja sjómenn? Já Hallur og Palli.

Hefur þú farið á sjó? Bara í Herjólf.

Borðar þú fisk? Já.

Hvað gera sjómenn? Veiða fisk.

Veistu hvað fiskarnir heita.. nokkur dæmi?  Ýsu, loðnu, skötusel og Hákarl.

Hvað langar þig að vera þegar þú verður stór? Dýralæknir.

Nafn & aldur: Saga Margrét Sindradóttir, 5 ára 

Þekkir þú einhverja sjómenn? Afi Bjössi, Baldvin Þór frændi og Guðbjartur Logi.

Hefur þú farið á sjó? Bara í Herjólf.

Þekkir þú einhverja fiska? Ída, Lísa, Hákarl, Blómafiskur, Plokkfisk, fisk í raspi. 

Hvað gera sjómenn?  Veiða fiskinn en Guðbjartur er að veiða hákarlinn. 

Hvað langar þig að vera þegar þú verður stór?  Ég ætla að vinna í dótabúðinni, bakaríinu og nammibúðinni

Nafn & aldur: Sigrún Arna Baldvinsdóttir, 4 að verða 5 ára.

Þekkir þú einhverja sjómenn? Pabbi Hinriks Daða, pabba minn og pabbi Óttar Þórs og Emil.

Hefur þú farið á sjó? Nei

Borðar þú fisk? Já, samt elska ég fisk mikið.

Hvað gera sjómenn? Þeir veiða fisk og borða fiskinn.

Hvað langar þig að vera þegar þú verður stór? Jafn stór og pabbi.

Þekkir þú einhverja fiska? Nei, ég þekki enga fiska.

Nafn & aldur: Rúnar Vignir Skæringsson

Þekkir þú einhverja sjómenn? Afi Halldór

Hefur þú farið á sjó? Nei en samt vil ég fara með afa í fiskaskipið að veiða fisk

Borðar þú fisk? Nei, en stundum borða ég fiskinn minn.

Hvað gera sjómenn? Veiða fisk.

Veistu hvað fiskarnir heita.. nokkur dæmi?  Já, hákarla og hvali

Hvað langar þig að vera þegar þú verður stór? Ég vill vera maður sem vinnur í Eimskip eins og pabbi minn og keyra lyftara og stóru bílana.

 

Nafn & aldur: Kristófer Daði 8 ára

Þekkir þú einhverja sjómenn? Já, Hallur pabbi, Bjössi, pabbi hans Breka og pabbi hans Elías, og pabbi hans Svenna

Hefur þú farið á sjó? Já í Herjólf auðvitað

Borðar þú fisk? Nei mér finnst hann ekki góður.

Hvað gera sjómenn? Fara út á sjó og veiða fiska og fá svo pening í staðinn. 

Þekkir þú einhverja fiska? já Þorskur, Steinbítur, Ýsa, hákarl, höfrungar, Loðna, Kolmuni, Makríll og Síld og Skata

Hvað langar þig að vera þegar þú verður stór? Ég veit það ekki, en held mig langi að vera lögga.

 

 

 

 

Nafn & aldur:

Hörður Kári Ísfjörð Pálmason, 4 ára 

Þekkir þú einhverja sjómenn? (hverja þá) Afi Gummi.

Hefur þú farið á sjó? Bara í Herjólf.

Borðar þú fisk?  Já, steiktur fiskur er góður. 

Hvað gera sjómenn? Sigla og veiða fisk.

Hvað langar þig að vera þegar þú verður stór? Slökkviliðsmaður.

Þekkir þú einhverja fiska? Nei ég þekki enga fiska.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is