Þriðjudagur 5. desember 2023

Hvað segja börnin um jólin & jólasveininn

Við fengum að kíkja á 5 ára deildina, Víkina og heyra í nokkrum börnum

Nafn & aldur:  Þorvaldur Guðni Kristleifsson,  5 ára

Fjölskylda: Pabbi og mamma heita Kiddi Týr og Ásta systkyni mína heita Magnús, Kristófer og Rósa. 

Þekkirðu jólasveininn?  jaaaá

Hvað gera jólasveinar? Gera dót og allskonar.

Eiga þeir mömmu og pabba? Já Grýlu og Leppablúða.

Hvað eru þeir margir? 10

Hvað er það skemmtilegasta við jólin? Borða snjó og grafa í snjó

Hvar á jólasveinninn heima? Norðupóli

Nafn & aldur: Klara Freysdóttir,  5 ára

Fjölskylda: Pabbi og mamma heita Freyr og Guðný

Þekkirðu jólasveininn? Já alla

Hvað gera jólasveinar? Þeir gefa börnunum í skóinn.

Eiga þeir mömmu og pabba? já Grýla og Leppablúði. Grýla er mjög vond, hún er hræðileg.

Hvað eru þeir margir? 13

Hvað er það skemmtilegasta við jólin? Að fá flott í skóinn og gaman að hitta jólasveinana.

Hvar á jólasveinninn heima? Upp í höll, hátt uppi.

Nafn & aldur: Viktoría Jónasdóttir, 5 ára

Fjölskylda: Pabbi og mamma heita Jónas og Ester, systur mínar heita Magdalena og Maríanna.

Þekkirðu jólasveininn? Já svona já

Hvað gera jólasveinar? Gefa í skóinn og setja pakka undir jólatréð.

Eiga þeir mömmu og pabba? Já Grýlu og Leppablúða.

Hvað eru þeir margir? 13

Hvað er að skemmtilegasta við jólin? Opna gjafir og borða jólamat, ég elska kalkún.

Hvar á jólasveinninn heima? Upp í fjöllunum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is