Jóel Hugins
Aldur: 7 ára
Fjölskylda: Lára Dögg er mamma, Huginn er pabbi, Hlín er systir mín, amma Magga, afi Gummi, afi Egill, amma Erna, Oreó, Máni og Birta systkini mín.
Finnst þér jólin skemmtileg og afhverju? ROSAROSA skemmtileg, svo gaman að maður fær pakka,fær í skóinn og allir eru saman.
Hvað langar þig í jólagjöf? Markmannshanska og nýja rauða Liverpool búninginn.
Hvað er mamma best í að gera? Að vera góð.
Hvað er pabbi bestur í að gera? Að vera stríðukall.
Hvað ert þú best í að gera? Íþróttum.
Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Lögregla og íþróttamaður.
Afhverju eru jólin haldin? Útaf Jesú eða eitthvað og hafa gaman.
Atlas Neo Carlsson
Aldur: 5 ára
Fjölskylda: mamma mín heitir Kolbrún og pabbi minn Carl.
Finnst þér jólin skemmtileg og afhverju? Fá pakka, vera úti í snjó og horfa á jólamyndir.
Hvað langar þig í jólagjöf? Byssu , rafmagns sportbíl og bát.
Hvað er mamma best í að gera? Elda og gera piparkökuhús
Hvað er pabbi bestur í að gera? Gólfi og byggja Lego.
Hvað ert þú bestur í að gera? Dansa og fótbolta
Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Fótboltamaður.
Afhverju eru jólin haldin? Svo að allir fái pakka og verða glaðir.