Miðvikudagur 7. júní 2023

Hvað segja börnin um jólin

Hákon Dagur Hafliðason

Aldur: 5 ára. 

Fjölskylda: Mamma mín heitir Sigurbjörg Jóna, pabbi minn heitir Hafliði og systir mín heitir Þorbjörg Sara. 

Hvað er skemmtilegast við jólin? Já, bara af því að mér finnst gaman að fá pakka og vera saman með fjölskyldunni

Hvað langar þig í jólagjöf? Geimflaug sem er fjarstýrð og hermir eftir puttunum.

Hvað er mamma best í að gera? Gera brauð og elda súpu og vera besta mamma í heimi.

Hvað er pabbi bestur í að gera? Vera bestur í heimi og hugsa um mig. 

Hvað  ert þú bestur í að gera? Leika mér.

Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Kafari, geimfari og líka rafvirki.

Af hverju eru jólin haldin?  Því þá koma jólasveinarnir!

 

 

Lilja Rut Brynjarsdóttir

Aldur: 5 ára.

Foreldrar: Sandra Gísladóttir og Brynjar Karl Óskarsson.

Hvað er skemmtilegast við jólin? Já mér finnst jólin skemmtileg útaf því ég elska að opna dagatalið og þegar jólasveinarnir koma.

Hvað langar þig í jólagjöf? Playmo bara alveg sama hvernig.

Hvað er mamma best í að gera? Elda mat.

Hvað er pabbi bestur í að gera? Lesa fyrir mig.

Hvað  ert þú best í að gera? Lita og perla.

Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? 

Mér langar að verða sjúkrakona.

Af hverju eru jólin haldin? 

Útaf þá fæddist Jesú og líka útaf við skreytum húsin okkar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is