Fimmtudagur 28. september 2023
Þjóðhátið 2022

Hvað segir fólkið um þjóðhátíðina?

Við fengum þau Andra, Ölmu Felix og Bryndísi til þess að svara léttum spurningum varðandi þeirra upplifun á Þjóðhátíð.

 

Nafn: Andri Hugo Runólfsson

Aldur: 44

Fjölskylda: Einstæður og barnlaus, sonur Runa á Hvanneyri og Margo Renner.

Hversu oft hefuru verið á þjóðhátíð?  38 sinnum. Missti síðast af Þjóhátíð árið 1995.

Hver er hápunktur þjóðhátíðarinnar?  Vitavígslan, auðvitað.

Hvaða þjóðhátíðalag er uppáhalds?  Þú veist hvað ég meina mær, Skímó, 1997.

Hvað finnst þér mikilvægt að hafa í hvíta tjaldinu? Skemmtilegt fólk

Hvað er ómissandi á þjóðhátíð? Bekkjabílar, mikill missir af þeim.

Hvaða tónlistardagskrá ertu spenntastur fyrir? Frumflutningi Þjóðhátíðarlagsins, þar sem Karla- og Kvennakór Vestmannaeyja munu stíga á svið með Emmsjé Gauta. Og auðvitað Stjórninni.

 

Nafn: Alma Ingólfsdóttir 

Aldur : Ég er 35 ára. 

Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Ingólfur Ingólfsson og Júlíanna Theodórsdóttir. Svo er Margrét Rós systir mín. 

Hversu oft hef ég verið á þjóðhátíð: Ég er ekki með tölu á því, en ætli þær séu ekki á bilinu 20-25. 

Hver er hápunktur þjóðhátíðarinnar: Bessó fjölskyldan og samvera með vinahópnum mínum. 

Hvaða þjóðhátíðarlag er uppáhalds: Ég á ekkert eitt uppáhalds þjóðhátíðarlag, þau eru misjöfn eins og þau eru mörg, en texti og innihald gott í flestum þeirra. 

Hvað finnst þér mikilvægast að hafa í hvíta tjaldinu? Mér finnst mikilvægast að hafa spegil og einhverskonar kyndingu. 

Hvað er ómissandi á þjóðhátíð: Góður félagsskapur og góða skapið. Svo er mikilvægt að við sýnum öll skynsemi, verum vakandi og skemmtum okkur vel saman. 

 Hvaða tónlistadagskrá ertu spenntust fyrir? Ég er spennt fyrir prettyboychocco. Eðlilega fyrir konu á fertugsaldri.

 

Alexander, Felix ásamt Kristian syni sínum og Þórey Svövu móður sinni.

Nafn: Felix Örn Friðriksson

Aldur: 24 ára 

Fjölskylda: Foreldrar Friðrik Örn Sæbjörnsson og Þórey Svava Ævarsdóttir, svo er kærasta mín Petrúnella og litli snillinga sonur minn Kristian Örn Felixson.

Hversu oft hefuru verið á þjóðhátíð?  Hef misst af tveim þjóðhátíðum af 24.

Hver er hápunktur þjóðhátíðarinnar? Það er að hitta fólkið sitt og skemmta sér með því.

Hvaða þjóðhátíðalag er uppáhalds? Draumur um þjóðhátíð er gott.

Hvað finnst þér mikilvægt að hafa í hvíta tjaldinu? Það er allskonar, nóg af kræsingum og köldum drykkjum. 

Hvað er ómissandi á þjóðhátíð? Það er brekkusöngurinn og blysin. 

Hvaða tónlistardagskrá ertu spenntastur fyrir? Laugardagurinn lýtur vel út.

 

Bryndís ásamt Hafþóri bróður sínum.

Nafn: Bryndís Jónsdóttir

Aldur: 28 ára 

Fjölskylda: Mamma mín heitir Sigga Ragnars og pabbi minn Jón Oddson heitin. Fyrir þá sem eldri eru þá er ég barnabarn Pöllu á Strönd. Ég á tvö systkini Rögnu Kristínu og Hafþór. Kærastinn minn heitir Sindri Valtýsson og saman eigum við Sunnu Móey.

Hversu oft hefuru verið á þjóðhátíð? Ég hef farið alltaf nema 3x sem gerir 25 skipti. 

Hver er hápunktur þjóðhátíðarinnar? Maður fær alltaf jafn mikla gæsahúð þegar kveikt er á blysunum og allir syngja lagið þar sem hjartað slær. 

Hvaða þjóðhátíðalag er uppáhalds? Vá er hægt að spyrja um þetta þau eru svo ótal mörg í uppáhaldi.

Topp þrjú lögin eru: 

Í Vestmannaeyjum þjóðhátíðarlag 2000.

Hátíð í Herjólfsdal þjóðhátíðarlag 1982.

Ástin á sér stað þjóðhátíðarlag 2016.

Hvað finnst þér mikilvægt að hafa í hvíta tjaldinu? Það er ekki þjóðhátíð án Siggusamlokana ásamt góðu fólki í góðu skapi. 

Hvað er ómissandi á þjóðhátíð? Fjölskyldan, vinir, hvíta tjaldið, góð tónlist, neon ljós, góða skapið, gítarpartý, kjötsúpa og þeir sem þekkja mig, Tuma tígur á dansgólfinu. 

Hvaða tónlistardagskrá ertu spenntust fyrir? Dagskráin er virkilega flott í ár. Ég er þó spenntust fyrir að sjá FM95blö og Stuðlabandið.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is