Þriðjudagur 5. desember 2023

Hvað gerir maður í svona veðri?

Það er fátt notalegra enn að kveikja á kertum og hlusta á rokið og rigninguna dynja á rúðunum. Taka jafvel í spil og hlusta á notalega tónlist. Svo er hægt að skjótast upp í Höll og fá sér nýbakaðar vöflur og heitt súkkulaði. Nú ef þetta er of rólegt fyrir þig þá er líka tilvalið að henda í jólahreingerninguna með tónlist í botni og virkja alla í fjölskyldunni með. Einnig er hægt að henda sér í sund eftir brjálaða hreingerningu og taka nokkrar skrúfur á stökkbrettinu inni og jafnvel skella sér svo í heita pottinn, alveg allur ofaní nema andlitið uppúr.

En samt sem áður er nú ekki mikið mælt með því að vera mikið á ferðinni, allavega leggja í skjóli og passa hurðina á bílnum vel. Við á Tígli mælum með að missa ekki af þessum frábæru viðburðum sem eru í dag, ef þú fórst ekki í gær eins og við mæltum með vegna veðurs.

Suðaustan 20-28 m/s og rigning. Vindhviður yfir 40 m/s við fjöll. Varasamt að vera á ferðinni og samgöngutruflanir líklegar. Auknar líkur á foktjóni.

Þessi appelsínugula viðvörun er ekki fyrr enn í kvöld frá klukkan 20:00-22:30 í kvöld á eyjunni þá erum við hvort er að horfa á pabbahelgar svo þetta skiptir engu máli.

Gula viðvörunninn er í gangi núna fram til 20:00

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is