Fimmtudagur 29. febrúar 2024

Hvað er eftirminnilegast á árinu sem var að líða?

Árið hefur að mörgu leyti verið eftirminnilegt, bæði í einkalífinu og vinnunni.

Segir Íris Róbertsdóttir þegar blaðamaður Tígull heyrði í henni í síðustu viku. En við báðum hana að segja okkur örstutt hvað var eftirminnilegast á árinu sem var að líða.

Varðandi einkalífið þá stóð upp úr að loksins var hægt að halda fermingarveislu fyrir dótturina sem búið var að marg fresta, veislan var yndisleg í alla staði. Dásamlegt að hitta stórfjölskyldu og vini, það hafa ekki verið mörg tækifæri til að gera það undanfarin tvö ár. Einnig er samvera með nánum vinum og fjölskyldu það sem stendur alltaf upp úr hjá mér á hverju ári.

Varðandi Vestmannaeyjar þá hefur margt verið eftirminnilegt. Það að loðnuveiðar voru leyfðar eftir tveggja ára loðnubrest var mjög jákvætt. Einnig þátttaka Grunnskóla Vestmannaeyjar í þróunar- og rannsóknarvekefninu „Kveikjum neistann“  sem hófst á þessu ári og er gríðarlega spennandi.

Almennt er jákvæður uppbyggingarandi sem einkennir bæinn í dag. Verið er að byggja íbúðarhúsnæði í stórum stíl og spennandi verkefni teikniborðinu varðandi uppbyggingu hjá fyrirtækjum og einstaklingum.

Árið 2022

Vonir standa til þess að í ár verði stór loðnuvertíð. Það skiptir okkar samfélag miklu máli eins og landið allt.  Ég vil horfa bjartsýn til næsta árs. Á því ári verður ný slökkvistöð vígð, hafist handa á viðbyggingu við Hamarsskóla og endurbótum á Ráðhúsinu lokið; ásamt mörgum öðrum þörfum og spennandi verkefnum. Til viðbótar er eitt af stóru verkefnum næsta árs að gera Vestmannaeyjar að enn vænlegri kosti fyrir fólk og fyrirtæki.

 

Hér er samfélag sem stendur saman þegar mikið bjátar á. Við Eyjamenn erum líka „vertíðarfólk“;  tökum verkefnin oft með áhlaupi og það gerðum við sannarlega árið 2021. Ég tek fagnandi á móti nýju ári sem færir okkur ný tækifæri og nýjar áskoranir.

Stefnir þú á að bjóða þig fram til áframhaldandi setu í bæjarstjórn?

Bæjarmálafélagið fyrir Heimaey hefur boðað til fundar um miðjan janúar til að taka ákvarðanir varðandi framboð til bæjarstjórnarkosninganna í vor.

Þetta kjörtímabilið hefur verið skemmtilegt en líka krefjandi. Ég er mjög þakklát fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt sem bæjarstjóra á þessu kjörtímabili. Ég á enn eftir að gera endanlega upp hug minn.

Íris Róbertsdóttir

Bæjarstjóri Vestmannaeyja

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search