Föstudagur 23. febrúar 2024

Hvað er eftirminnilegast á árinu sem var að líða?

Fyrir mér var hápunktur sumarsins þegar við fórum saman fjölskyldan í sumarbústað við Egilsstaði og vorum þar í um 25 stiga hita! Þar nutum við lífsins, fórum á hestbak og óðum í Atlavík. Þetta var yndislegur tími segir Njáll Ragnarsson þegar blaðamaður Tíguls spurði hann hvað hefði staðið uppúr á árinu 2021 þá fyrir utan Covid.

Að öðru leyti er margt sem kemur upp í hugann. Menntarannsóknarverkefnið „Kveikjum neistann“ hófst í GRV sem miðar að því að efla velferð barna í skólanum. Fyrir mér eru skólarnir hornsteinn samfélagsins og okkur ber að tryggja að þeir séu alltaf í fremstu röð.

Þá verður alltaf eftirminnilegt þegar við Hafþór Snorrason tókum að okkur að lýsa lokaleik ÍBV í sumar í sjónvarpi! Þar fóru með hljóðnemann tveir menn sem hafa verið þekktir fyrir ýmislegt annað en þekkingu á knattspyrnu en ég held að okkur hafi tekist ágætlega til! Það var mjög ánægjulegt að strákarnir okkar í ÍBV eru á nýjan leik komnir í deild þeirra bestu og eru því bæði karla- og kvennaliðin okkar á þeim stað í dag.

Í haust kusum við svo til Alþingis og skipaði ég 5. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem vann mikinn kosningasigur. Þetta var afskaplega skemmtileg reynsla og vonandi fæ ég tækifæri til að tala máli Vestmannaeyja á þingi á komandi árum.

Stefnir þú á að bjóða þig fram til áframhaldandi setu í bæjarstjórn?

Fjögur ár eru ekki langur tími í pólitík! Ég hef áhuga á því að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á undanfarin fjögur ár, þ.e. áhersla á fjölskylduna, skólamál og góða þjónustu við íbúa almennt. Þetta kemur ekki af sjálfu sér. Ég hef því tilkynnt mínu fólki hjá Eyjalistanum að ég sé tilbúinn til þess að halda áfram sé það vilji félagsmanna.

Njáll Ragnarsson

Deildarstjóri hjá Fiskistofu og

Formaður bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search