Hvað er eftirminnilegast á árinu sem var að líða?

Árið 2021 var viðburðaríkt og krefjandi en jafnframt ánægjulegt bæði í mínu einkalífi og í hlutverki bæjarfulltrúa, segir Jóna Sigríður Guðmundsóttir þegar við heyrðum í henni hvað hafi staðið uppúr árið 2021.

Það sem stendur upp úr frá síðasta ári er að í upphafi árs lagði ég af stað með nýtt verkefni og leit það dagsins ljós um miðjan maí þegar ég opnaði vínbar í miðbænum. Að vinna við það sem maður skapar sjálfur gleður mest.

Einnig er eftirminnilegur sá árangur sem hefur náðst í að bæta ásýnd bæjarins. Aukin áhersla var lögð á að hafa bæinn okkar snyrtilegan og vel hirtan ásamt endurbótum á opnum svæðum og gönguleiðum. Þetta eru verk-efni sem áfram verður lögð áhersla á t.a.m. með nýju Vigtartorgi. Þá hefur mikil aðsókn verið eftir lóðum enda uppbyggingin í samfélaginu mikil bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum.

Stefnir þú á að bjóða þig fram til áframhaldandi setu í bæjarstjórn?

Nú í þessum mánuði mun Bæjarmálafélagið – Fyrir Heimaey vera með félagsfund þar sem formleg ákvörðun verður tekin um hvort farið verði í framboð fyrir komandi

sveitarstjórnarkosningar í vor og mun ég í framhaldinu fara yfir og meta mína stöðu.

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Bæjarfulltrúi og eigandi vínbarsins Frúin góða.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search