Hvað er eftirminnilegast á árinu sem var að líða?

Blaðamaður Tíguls heyrði í Hildi Sólveigu Sigurðardóttir og spurði hana sömu spurningu og hina bæjarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar: Hvað er eftirminnilegast á árinu sem var að líða? ( fyrir utan covid)

Það er fyrst og fremst fæðing dóttur okkar Sindra, Drífu sem kom í heiminn á frídegi verslunarmanna á nýju fæðingarstofunni í Eyjum. Tilhlökkunin fyrir nýjum fjölskyldumeðlim og hamingjan við fæðingu hennar og fyrstu mánuðina var mikil bæði hjá foreldrum og syst- kinum.

Við ferðuðumst töluvert um landið, kíktum á gosið sem var mögnuð upplifun og fórum í fyrsta skiptið hringinn sem var mjög eftirminnilegt. Ég settist aðeins aftur á skólabekk og sótti námskeið í stjórnun í heilbrigðisþjónustu sem var í fyrsta skipti í boði í fjarnámi hjá HÍ þökk sé heimsfaraldri, það var lærdómsríkt og eftirminnilegt, svo ekki sé minnst á fólkið sem maður kynntist þar.

Pólitíkin var lífleg að venju, vinna við nýja atvinnustefnu, nýjar þjónustuíbúðir fyrir fatlaða teknar í notkun, deilur vegna fjölgunar bæjarfulltrúa og fleira. Ég skrifaði nokkrar greinar og talaði m.a. fyrir að framboð fjarnáms í háskólum fari áfram vaxandi en það er mikilvægur þáttur fyrir sveitarfélag á borð við Vestmannaeyjar. Skrif mín um þjóðhátíðina uppskáru nokkuð harkaleg viðbrögð á vefmiðlum en ég teygði mig aðeins út til fólksins sem gekk hvað harðast fram þar með bréfaskrifum og fékk áhugaverð viðbrögð. Eins var auðvitað mikið líf og fjör í kringum Alþingiskosningarnar. Í heild var árið ánægjulegt og þrátt fyrir að lífið sé ekki alltaf dans á rósum er gott að taka saman hápunktana í lok árs og þakka fyrir stundirnar.

Stefnir þú á að bjóða þig fram til áframhaldandi setu í bæjarstjórn?

Ég er mjög opin fyrir því að halda áfram um leið og ég veit að enginn á neitt í pólitík og enginn er ómissandi. Vestmannaeyjar eru mér mjög hjartfólgnar og ég hef reynt að leggja mitt af mörkum fyrir samfélagið. Ég brenn fyrir því að opna augu fólks fyrir því hversu gott það er að búa í Vestmannaeyjum, að fólki sem hér býr sé veitt góð þjónusta og hafi aðgang að grunnheilbrigðisþjónustu og góðum samgöngum, að umgjörð samfélagsins sé þannig að íbúar og atvinnulíf geti vaxið og blómstrað og að rekstur sveitarfélagsins sé ábyrgur og sjálfbær til framtíðar. 

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Sjúkraþjálfari og oddviti Sjálfstæðisflokks Vestmannaeyja

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search